Rafvirkjun (RV)
Brautarlýsing
Nám á rafvirkjabraut er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu.
Nám í rafvirkjun er bæði bóklegt og verklegt. Námið er 260 einingar og skipulagt sem 6 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun. Námi lýkur á þriðja þrepi. Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi. Að námi loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
4.önn |
5.önn |
6.önn |
|
Enska | ENSK2LS05 | ||||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ||||||
Stærðfræði | STÆF2RH05 | STÆF2AM05 | |||||
Heilsa og lífstíll | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Hreyfing | Hreyfing | Hreyfing | |||||
Forritanleg raflagnakerfi | FRLV3DE05 | ||||||
Lýsingartækni | LÝSV3LL05 | ||||||
Mekatronik | MEKV1TN03 | MEKV1ST03 | MEKV2TK03 | MEKV2ÖH03 | |||
Raflagnir | RALV1RÖ03 | RALV1RT03 | RALV2TF03 | RALV2TM03 | RALV3RT05 | RALV3IT05 | |
Rafmagnsfræði | RAMV1HL05 | RAMV2ÞS05 | RAMV2RS05 | RAMV3RM05 | RAMV3RR05 | RAMV3RD05 | |
Raflagnastaðall | RASV3ST05 | ||||||
Raflagnateikning | RLTV2HT05 | RLTV3KS05 | |||||
Rafvélar | RRVV2RS05 | ||||||
Rafeindatækni | RTMV2DT05 | RTMV2DA05 | |||||
Stýringar og rökrásir | RÖKV1RS03 | RÖKV2SK05 | RÖKV2LM03 | RÖKV3SF03 | RÖKV3HS05 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||||
Verktækni grunnnáms | VGRV1ML05 | VGRV1RS03 | VGRV2PR03 | VGRV3TP03 | |||
Smáspennuvirki | VSMV1TN03 | VSMV3NT03 | VSMV3ÖF03 | ||||
Starfsþjálfun | starfsþjálfun 80 ein. | ||||||
Samtals einingar | 31 | 29 | 31 | 31 | 33 | 25 | 260 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.
Greinar |
||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | Íslenska á 3.þrepi | Íslenska á 3.þrepi |
Enska | ENSK2LS05 | |||
Danska | DANS2OM05 | |||
Stærðfræði | STÆF2xx05 (5 ein/2. þrep) |
|||
Ensku-/stærðfræðival | ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
|
Bóknámsval | 5 eininga val |
Kvöldskóli - Upplýsingar