Fara í efni

LISA2RA05 - Listasaga 19. og 20. aldar

Abstrakt expressionismi, Rómantík

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LISA1HN05
Í áfanganum lærir nemandinn um forsendur sjónlista frá rómantík á fyrri hluta 19. aldar fram að popplistinni um 1960. Hann gerir sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins á hverjum tíma. Helstu þræðir listasögunnar eru raktir og settir í samhengi við samfélagsgerð og samfélagsbreytingar, stjórnarfar, heimspeki, hugmyndafræði og tæknibreytingar. Ljósi er varpað á áhrif tímabilsins á nútímalistir. Nemandinn vinnur undir leiðsögn kennara þar sem kallað er eftir að hann sé virkur, skapandi og sjálfstæður í þekkingarleit. Nemandinn nýtir sér fjölbreytta miðla við upplýsingaöflun og þekkingarleit og nýtir sér tölvutækni og/eða nýmiðla við framsetningu verkefna sinna. Áhersla er lögð á ígrundaða hugsun og rökstuðning hugmynda.

Þekkingarviðmið

 • helstu stíleinkennum í myndlist frá rómantík til abstrakt expressionisma
 • þeim hugtökum, aðferðum og heimspeki sem felast í listasögu
 • verkum helstu myndlistarmanna á tímabilinu frá Rómantík að Popplist
 • menningarlegu og lýðræðislegu gildi lista
 • gildi þekkingar á listasögu
 • hvernig samfélagsgerð og tíðarandi hefur áhrif á hugmyndir, viðfangsefni og vinnuaðferðir myndlistarmanna
 • áhrifum tímabilsins á þróun nútímalistar

Leikniviðmið

 • vinna á skapandi hátt í einstaklings- og hópverkefnum áfangans og sýna frumkvæði
 • taka þátt í samvinnu, upplýsingaöflun og samræðum í kennslustundum með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
 • nota heimildir samkvæmt APA kerfinu eða öðrum sambærilegum skráningarkerfum heimilda
 • beita innsæi, tilfinningu og sjálfstæðum vinnubrögðum við útfærslu verkefna undir leiðsögn kennara

Hæfnisviðmið

 • tjá sig um strauma og stefnur í heimi lista á því tímabili sem áfanginn spannar og miðla þekkingu sinni á skýran og gagnrýninn hátt
 • gera þekkingu sinni skil með margvíslegum hætti, skriflega, munnlega og með nýmiðlum
 • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verkefni sín og annarra,
 • ígrunda og rökstyðja mál sitt
 • beita faglegum hugtökum til að tjá sig um þekkingu sína á stíleikennum, stílbrögðum og túlkunarleiðum í heimi lista á því tímabili sem áfanginn spannar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?