Fara í efni  

Ritver

Ritver VMA er ætlað nemendum jafnt sem kennurum. Það er hugsað til þess að styðja þá og efla í hvers kyns ritun og heimildavinnu. Þangað er því m.a. hægt að leita ef meta á áreiðanleika heimilda, til að fá ráðleggingar varðandi framsetningu texta, málfar eða stafsetningu, gerð heimildaskrár, meðferð tilvitnana og tilvísana eða ritvinnslu. Hægt er að panta einstaklingsráðgjöf gegnum Google dagatal (Google Calendar), sjá tengil hér að neðan. Einnig er tekið á móti smærri hópum en stærð er háð því um hvers konar ráðgjöf er að ræða. 

Ritverið er í nánu samstarfi við bókasafnið og fer ráðgjöf fram þar eða í tölvustofu inni af bókasafni. Ritverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli 11:25 og 12:50. Hvert viðtalsbil er 20 mínútur nema annars sé óskað. Einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn ritvers í gegnum tölvupóst á ritver@vma.is. Á vorönn 2020 skipta tveir starfsmenn með sér ráðgjöfinni, þ.e. Kristjana Pálsdóttir (mánudagar og miðvikudagar) og Ásbjörg Benediktsdóttir (þriðjudagar og fimmtudagar). 

Við höfum opnað fyrir skráningu í viðtöl í Ritverinu. Við notum Google Calendar til þess að halda utan um skráningarnar. Hérna er tengill á bókunarsíðu Ritversins.

 

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.