Flýtilyklar

Meistaraskóli

Meistaraskóli

Iðnmeistaranám er nám fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í iðngrein. Iðnmeistaranám skiptist í megindráttum í þrennt: almennt bóknám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Almennt bóknám ásamt stjórnunar- og rekstrargreinum skiptist í kjarna (skyldunám) annars vegar og valnám hins vegar og er valnámið mismikið að vöxtum eftir iðngreinum.

Í meistaraskóla VMA er unnt að ljúka námi í almennum bóknámsgreinum og stjórnunar- og rekstrargreinum.

Þar sem meistaranámið er að mótast er ekki enn ljóst að hve miklu leyti Verkmenntaskólinn getur sinnt námi í faggreinum.

Nánari upplýsingar um meistaraprófsnám fyrir iðnsveina í löggiltum iðngreinum er að finna hér

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00