Fara í efni  

Meistaraskóli

Meistaraskóli

Iðnmeistaranám er í boði fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í iðngrein. VMA hefur tekið upp nýja námskrá meistaranáms og býður upp á meistaranám á öllum sviðum:
Almennt meistaranám
Málmiðngreinar
Rafiðngreinar  
Byggingagreinar  húsasmíði, múrsmíði, pípulagnir

 

Nemendum sem taka námið með fullri vinnu er ráðlagt að skipta náminu í þrennt eða fernt. Á þremur önnum er passlegt að taka um 13 einingar/3 áfanga á önn en fjórskipt 2-3 áfanga á önn. Sérgreinar byggingamanna eru kenndar á vorönn annað hvert ár en viðbót í raf- og málmgreinum sækja nemendur í aðra skóla eða annað námsfyrirkomulag. Þær greinar sem eru sameiginlegar öllu meistaranámi eru í boði á öllum önnum en sú staða gæti komið upp að hópar fyllist og nemendum er þá boðið pláss í öðrum áfanga eftir atvikum. Vegna mikillar aðsóknar geta nemendur ekki vænst þess að fá fleiri en 3 áfanga á önn.

 

Hér er dæmi um hvernig hægt er að raða saman áföngum með svipuðu álagi í 3 annir. Athugið að það skiptir ekki máli í hvaða röð þessir pakkar eru teknir.

1 2 3
MEIS4BS05 MEIS4KL06 MEIS4SF05
MEIS4FJ04 MEIS4RE05 MEIS4ST06
MEIS4SÖ03 MEIS4GS02 MEIS4ÖU02
Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.