Fara í efni

Aðstaða

Flest öll kennsla í Verkmenntaskólanum á Akureyri fer fram í aðalbyggingu skólans (15000 fm2) við Hringteig 2 á Eyrarlandsholti. Byggingin hýsir flestar kennslustofur, íþróttaaðstöðu, stoðþjónustu, samkomustað fyrir nemendur (Gryfjan), aðstöðu fyrir nemendafélag og aðrar skrifstofur. Þar er einnig að finna bókasafn með lesrými og mötuneyti með veitingasölu í Gryfju. Hluti íþróttakennslu fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri og sundkennsla í Sundlaug Akureyrar.

Öll kennslurými í Verkmenntaskólanum á Akureyri eru merkt með bókstöfum (A, B, C o.s.frv.).
Almennum kennslustofum er skipt niður í þrjár kennsluálmur (B, C og D) þar sem kennd eru almenn bókleg fög ásamt verklegum greinum. Stakar almennar kennslustofur er einnig staðsettar í E, G, H, I og M.
Verklegum greinum eins og byggingargreinum (E), matvælanámi (G), listnámi (G), málmiðn (H), rafiðn (F) og vélstjórn (I) er síðan skipt niður á viðeigandi verkstæði og kennslurými.
Íþróttaaðstaða skólans er staðsett í kjallara skólans (M). 
Bókasafn skólans er staðsett miðsvæðis í skólabyggingunni.
Skrifstofur skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, kennslustjóra ásamt aðstöðu kennara eru í A - álmu. Að auki eru kennslustjórar staðsettir í B og D-álmu.

 

Uppfært 18. september 2017.
Getum við bætt efni síðunnar?