Fara í efni

Hollvinasamtök VMA

Hollvinasamtök Verkmenntaskólans á Akureyri voru stofnuð í VMA á málþingi tileinkað viku málm- og véltæknigreina 17. september 2012.

Hlutverk samtakanna er að efla kaup á tækjabúnaði við VMA og auka og styrkja tengsl skólans við fyrirtæki og stofnanir. Hlutverkið er jafnframt að efla tengsl við samfélagið, útskrifaða nemendur skólans og aðra þá, er bera hag hans fyrir brjósti. Til að efla þessi tengsl munu samtökin leita eftir stuðningi fyrirtækja og einstaklinga til eflingar tækjabúnaðar og aðstöðu í skólanum. Þá munu samtökin vera vettvangur fyrir umræður um nám og kennslu í VMA t.d. með því að koma að málþingum og fræðslu er varða skólamál. Hollvinasamtök VMA munu verða vettvangur fyrir fyrrum nemendur skólans og efla tengsl þeirra við hann með því að hafa frumkvæði og stuðla að því að útskrifaðir nemendur hittist t.d. afmælisárgangar. 

Tekjur samtakanna byggjast á frjálsum framlögum félagsmanna eða annarra. Tekjum samtakanna skal varið til kaupa á tækjabúnaði til eflingar kennslu við skólann. Frjáls framlög má merkja ákveðinni starfsemi, deild innan skólans eða tilteknu verkefni. Það er von stofnenda samtakanna að þau verði vettvangur og farvegur fyrir fyrrum nemendur skólans og aðra hollvini hans að styrkja gott skólastarf enn frekar.

Samtökin hafa kennitöluna 451212-0440 og reikningsnúmer  0565-14-402965.

Þeir sem vilja styrkja Hollvinasamtök VMA hafi samband við formann samtakanna eða rekstrar- og fjármálastjóra VMA (hrafnhildur.haraldsdottir@vma.is).

Allir geta verið félagar í samtökunum með því að skrá sig hér. 

Stjórn Hollvinasamtaka VMA: 

  • Hildur Eir Bolladóttir formaður, prestur í Akureyrarkirkju
  • Rúnar Sigurpálsson  forstjóri PCC BakkiSilicon hf
  • Svavar Sigmundsson verkefnastjóri hjá Slippnum
  • Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA
  • Snæfríður Einarsdóttir ráðgjafi hjá HSE Consulting
Rekstrar- og fjármálastjóri VMA situr jafnframt fundi Hollvinasamtakanna. 
Getum við bætt efni síðunnar?