Fara í efni

Skólanefnd

Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Skólanefnd VMA fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari (benedikt.bardason@vma.is). Á skólanefndarfundum er rituð fundagerð sem vistuð er samkvæmt málalykli í skjalakerfi skólans.

Fulltrúar í skólanefnd VMA skipaðir í júní 2025 til júní 2029.

Aðalmenn án tilnefningar:

Sveinn Arnarsson - formaður
Katrín Sif Árnadóttir
Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir

Aðalmenn skv. tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra:

Axel Grettisson
Ólöf Inga Andrésdóttir

Varamenn án tilnefningar:

Benedikt Sigurðarson
Helga Björg Ingvadóttir
Ingibjörg Elín Halldórsdóttir

Varamenn skv. tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra:

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen
Hólmgeir Karlsson

Áheyrnarfulltrúar:

Hulda Þórey Halldórsdóttir, formaður Þórdunu, fulltrúi nemenda (formadur@thorduna.is)
Fulltrúi kennara: verður kosin í upphafi haustannar 2025
Fulltrúi foreldrafélags VMA: verður kosin í upphafi haustannar 2025

Uppfært 31.07.2025 (SHJ)
Getum við bætt efni síðunnar?