Fara í efni

Gæðastefna

Hlutverk

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla er hlutverk Verkmenntaskólans á Akureyri að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi svo að hann verði sem best búin undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám.

Skólinn skal leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda. Þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun. Kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.

Gæðastefna

Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er leitast við að veita nemendum góða menntun í samræmi við ytri kröfur sem gerðar eru til náms. Þá fléttast gildi skólans inn í allt skólastarf og endurspegla skólabrag hans. Að þessu er unnið með virku gæðastjórnunarkerfi, stöðugum umbótum og skipulegri uppbyggingu. Áhersla er lögð á að Verkmenntaskólinn sé góður skóli fyrir alla nemendur sem hann sækja. Þetta felur í sér eftirfarandi:

  • Gildi skólastarfsins og einkunnarorð skólans eru: Fagmennska - Fjölbreytni- Virðing.
  • Starf VMA einkennist af gagnkvæmri virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og jafnrétti.
  • Námsleiðir eru fjölbreyttar og koma til móts við væntingar, hæfileika, áhuga og þarfir fjölbreytts nemendahóps og atvinnulífs á svæðinu.
  • Lögð er áhersla á að rækta það besta í nemendum, glæða áhuga nemenda á náminu og efla sjálfstæði þeirra, sjálfstraust, félagsþroska og samskiptahæfni.
  • Lögð er áhersla á að náms- og starfsumhverfi sé eins aðlaðandi og áhugavekjandi og kostur er.
  • Skólinn býður upp á bestu fáanlega kennslu og býr kennurum sínum og nemendum vinnuskilyrði í samræmi við það.
  • Kennurum er boðið upp á endurmenntun með það að markmiði að bæta kennsluhætti og gera þeim starfið ánægjulegra.
  • Í boði er fjölbreytt nám á bóklegu og verklegu sviði. Við skipulag náms og framkvæmd kennslu er höfð hliðsjón af samþykktum námsskrám, gæðakröfum og þörfum atvinnulífs og samfélags.
  • Kennarar nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat.
  • Í VMA er lögð áhersla á heilbrigt og þróttmikið félagslíf nemenda um leið og unnið er markvisst að forvörnum og stuðlað að góðri líkamlegri og andlegri heilsu nemenda.
  • sýnir gott fordæmi í umhverfismálum og nemendur eru meðvitaðir um eigin ábyrgð á þessu sviði.
23.11.2024

 

Getum við bætt efni síðunnar?