Forvarnastefna
Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur áherslu á að nemendur hans tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðs lífernis og öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Lögð er áhersla á að styrkja félagslífs sem eflir félagsþroska nemenda og minnkar líkur á neyslu fíkniefna.
Skólinn vill einnig aðstoða þá sem hafa ánetjast vímuefnum og í skólanum gilda skýrar reglur um notkun tóbaks áfengis og annarra vímuefna.
Reglur:
- Neysla löglegra sem ólöglegra vímuefna er bönnuð í húsum skólans og á lóð hans. (Gildir jafnt um nemendur sem starfsmenn.)
- Neysla áfengis og ólöglegra vímuefna á ferðalögum eða skemmtunum á vegum skólans er bönnuð.
- Auglýsingar frá vínveitingahúsum eru bannaðar innan skólans, sem og annar áróður er hvetur til neyslu vímuefna.
Íhlutun:
- Verði nemandi uppvís að brotum á ofangreindum reglum kallar það skilyrðislaust á áminningu skólameistara, og er nemanda vísað til viðtals hjá forvarnafulltrúa þar sem fjallað er um vandamálið og bent á leiðir til úrbóta. Láti nemandi ekki af uppteknum hætti og verði vís að endurteknum brotum á ofangreindum reglum getur honum verið vísað úr skóla.
- Alvarleg brot, eins og neysla ólöglegra vímuefna eða dreifing og sala á þeim innan vébanda skólans getur leitt til tafalausrar brottvikningar úr skóla.
- Óskað er eftir því að nemendur VMA láti forvarnafulltrúa, námsráðgjafa, umsjónarkennara, skólahjúkrunarfræðing eða skólayfirvöld vita hafi þeir vitneskju eða rökstuddan grun um hverskonar neyslu ólöglegra vímuefna eða sjálfsskemmandi hegðun nemenda.
- Forvarnafulltrúi hefur fastan viðtalstíma. Einstaklingar sem leita til hans njóta fulls trúnaðar.
Framkvæmd
- Forvarnafulltrúi hefur yfirumsjón með forvarnastefnu skólans, framkvæmd hennar og útfærslu. Forvarnafulltrúi sér um að kynna stefnuna fyrir starfsfólki og nemendum.
- Æskilegt væri að forvarnir kæmu inn í sem flestar námsgreinar skólans með einum eða öðrum hætti.
- Forvarnafulltrúi/forvarnaráð þarf að sjá um að reglulega séu haldnir fræðslufundir eða námskeið er tengjast forvörnum á sem flestum sviðum mannlífsins. Nemendum sé gerð skýr grein fyrir skaðsemi ólöglegra fíkniefna og séu hvattir til heilbrigðs lífernis og á þennan hátt komi forvarnir beint inn í félagslíf.
- Forvarnafulltrúi er tengiliður nemenda við yfirvöld skólans í vímuefnamálum og hann hefur einnig tengsl við aðila í samfélaginu er málið varðar.