Flýtilyklar

Erlend samskipti

Skólinn leitast við að taka þátt í samskiptum við skóla og skyldar stofnanir erlendis, einkum þó á grundvelli Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins. Á þeim vettvangi standa skólanum til boða ýmsir kostir sem grundvallaðir eru með styrkjum.

Í þessu sambandi gæti verið hvort sem um að ræða nemendaskipti milli landa eða skipti á kennurum og öðru starfsfólki, bæði hópum og á einstaklingsgrundvelli.

Í sumum tilvikum snúast þessi samskipti um þátttöku fulltrúa skólans í ráðstefnum. Algengara er þó að hópur nemenda undir stjórn kennara taki þátt í verkefnum er lúta að námi af einhverju tagi með gagnkvæmar heimsóknir í huga.

Í skólanum er starfandi verkefnisstjóri sem heldur utan um erlend samskipti. Hann bendir starfsmönnum og nemendum á þá kosti sem gætu hentað hverju sinni, aðstoðar við útfyllingu umsókna og miðlar verkefnum eftir því sem verkast vill.

Gert er ráð fyrir að skólinn hafi frumkvæði að verkefnum sem koma sér vel fyrir nemendur hans og skólann  í heild. Þau henti honum að stærð og umfangi auk þess sem lögð sé áhersla á að styrkir þeir, sem ofangreindir aðilar veita, nægi að sem flestu leyti til að mæta fyrisjáanlegum kostnaði.

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00