Fara í efni

Rýmingaráætlun

 

Markmiðið með rýmingaráætlum er að skilgreina hvenær og hvernig rýming skólans fer fram. Grundvallaratriði er öryggi nemenda og starfsmanna í skólanum. Bruna- og öryggiskerfi er í skólanum og flóttaleiðir merktar. 

Þegar brunaboð fer í gang eiga allir starfsmenn að fara í viðbragðsstöðu og nota tímann til að kynna sér leiðir út. Ef brunaboð hljóðnar og fer ekki aftur í gang er óþarfi að bregðast við. Hins vegar ætti að rýma húsið ef brunaboði hljóðnar ekki, fer ítrekað í gang eða ef starfsmenn hafa minnsta grun um að þess þurfi. Betra er að taka ákvörðum um rýmingu fyrr en seinna. 

Við rýmingu velur starfsmaður leið út um næstu útidyr (eða annað björgunarop) sem er á reyklausu svæði. Flóttaleiðir eru merktar í rýmum skólans. Hver starfsmaður notar eigin dómgreind til að meta aðstæður, t.d. hvar nemendur eru hverju sinni, hvort hann eigi að fara með nemendahópinn út um venjulega útgönguleið eða út um neyðarútganga. Starfsmenn aðstoða nemendur við að rýma svæðið eins og við á. Fara skal hratt en skipulega út og skilja allt laust dót eftir, s.s. töskur, bækur og úlpur. Ekki nota lyftu. 

Safnast skal saman á bílastæði skólans þar sem óhætt er að vera. Mikilvægt er að láta vita ef grunur er á að einhver sé inni á hættusvæði.  Þegar búið er að rýma svæðið skal starfsmaður aðstoða á söfnunarsvæðinu eins og við á. 

Bíða skal fyrirmæla frá slökkviliði eða stjórnendum varðandi að fara aftur inn í skólann.

10. október 2021

Getum við bætt efni síðunnar?