Fara í efni  

Sértćk ţjónusta og stuđningur viđ nemendur

Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er.
Mikilvægt er að veita nemendum með sérþarfir kennslu og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda og tök eru á að veita, samanber gildandi reglugerð um nemendur með sérþarfir. Það er ýmist gert með því að bjóða fram nám á námsbrautum fyrir fatlaða eða veita þeim sérstakan stuðning á öðrum námsbrautum framhaldsskóla.
Tilfærsluáætlun skal fylgja nemendum með fötlun þegar þeir koma úr grunnskóla samanber reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla. 

Stuðningur og þjónusta til nemenda með sértækar þarfir í VMA eru skilgreind og útfærð til nemenda með sértæka námsörðuleika, nemenda með skilgreina fötlun og nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál (sjá tengla hér til hægri). 

Námsráðgjafar veita upplýsingar um sértæka þjónustu og stuðning til nemenda og forráðamanna. 

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00