Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum fötlunar, sértækra náms-, tilfinninga- og/eða félagslegra örðugleika eiga rétt á stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Mikilvægt er að veita kennslu og stuðning samanber gildandi reglugerð um nemendur með sérþarfir. Það er ýmist gert með því að bjóða þeim nám á Starfsbraut og/eða veita sérstakan stuðning á öðrum námsbrautum skólans. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er.
Tilfærsluáætlun skal fylgja nemendum með fötlun þegar þeir koma úr grunnskóla samanber reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla.
Námsráðgjafar og sviðsstjóri Starfsbrautar og Brautabrúar veita upplýsingar um sértæka þjónustu og stuðning til nemenda og forráðamanna.
Uppfært 14.september 2018 (HJD/SHM)