Öryggisnefnd VMA
- Hlutverk Öryggisnefndar er skilgreint í reglugerð nr. 920 frá 2006 Þar segir m.a. að markmið reglugerðarinnar sé að koma á kerfisbundnu vinnuverndarstarfi innan vinnustaða í þeim tilgangi að:
a) stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum,
b) stuðla að því að vinnu sé hagað þannig að starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögun þeirra að starfsumhverfinu,
c) draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsmanna á vinnustað,
d) stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna.
Í reglugerðinni eru helstu málefni öryggisnefda skilgreind.:
Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin skal sérstaklega taka til umfjöllunar slys, óhöpp og atvinnusjúkdómstilfelli með það fyrir augum að finna orsakir og koma með tillögur um úrbætur svo koma megi í veg fyrir endurtekningu.
Leggja skal fyrir öryggisnefnd til umfjöllunar áætlanir og áform um meiriháttar framkvæmdir eða aðrar þær breytingar á rekstri fyrirtækisins sem áhrif geta haft á vinnuaðstæður á vinnustað.
Öryggisnefnd hefur haft frumkvæði að fræðslustarfi eins og skyndihjálparnámskeiðum en einnig komið að gerð rýmingaráætlana og áætlana er varða vá.
Nánari upplýsingar má fá hjá Vinnueftirlitinu. Þar má nálgast leiðbeiningar og eyðublöð til skráningar vinnuslysa sem og aðrar upplýsingar um áhættumat, öryggi, hollustuhætti, heilsuvernd og fleira.
Í öryggisnefnd VMA eru:
Helga Jónasdóttir (helga.jonasdottir@vma.is) öryggisvörður
Halla Hafbergsdóttir (halla.hafbergsdottir@vma.is) öryggistrúnaðarmaður
Svanlaugur Jónasson (svanlaugur.jonasson@vma.is) öryggistrúnaðarmaður
Sigurður Hlynur Sigurðsson (sigurdur.h.sigurdsson@vma.is) öryggisvörður
Ritari: Alma Rún Ólafsdóttir (alma.run.olafsdottir@vma.is)
Uppfært 11.september 2024