Við skólann starfar skólahjúkrunarfræðingur í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Hjúkrunarfræðingur skólans er Auður Karen Gunnlaugsdóttir og er hún með netfangið: audur.karen.gunnlaugsdottir@vma.is
Skólahjúkrunarfræðingur er bundinn trúnaði og þagnarskyldu.
Nemendur geta komið í opna viðtalstíma á skrifstofu hjúkrunarfræðings í C-álmu (við hliðina á C09) eða sent Auði fyrirspurn í tölvupósti. Forráðamönnum og foreldrum er jafnframt velkomið að hafa samband.
Opnir viðtalstímar hjúkrunarfræðings (þarf ekki að panta tíma):
- Alla miðvikudaga kl. 08:00- 13:00 og 14:00-16:00
Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar fyrirspurnum um ýmis mál varðandi heilsufar, heilsueflingu og forvarnir s.s.:
- líðan og andlega heilsu
- veikindi og lyfjagjafir
- meiðsli og meðferð sára
- kynheilbrigði og getnaðarvarnir
- mataræði, svefn og hreyfingu
- sjálfsmynd og líkamsímynd
- áfengis- og eiturlyfjaneyslu, forvarnir og meðferðarúrræði
- eftirfylgni til nemenda sem þurfa aðstoð vegna sjúkdóma eða lyfjagjafa
Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur
- vera með fræðslu í skólanum til nemenda, starfsfólks og foreldra/forráðamanna
- sitja í forvarnarteymi skólans
- vera starfsfólki innan handar með ráðgjöf og leiðbeiningum um heilsu og heilbrigðishvatningu
- taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli
- vera tengiliður milli VMA og HSN
Upplýsingar um læknisþjónustu og hjúkrunarmóttöku hjá HSN má sjá á heimasíðu þeirra. Minnum á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og heimasíðu þeirra (netspjall) 1717.is. Í neyð hringið í 112.
Uppfært 12. september 2022 (SHJ)