Gæðahandbók
Gæðahandbók Verkmenntaskólans á Akureyri byggist á ISO 9001 stjórnunarkerfisstaðlinum. Hún lýsir stjórnskipulagi skólans ásamt þeim ferlum, auðlindum og skjalfestingu sem notuð er til að uppfylla gæðamarkmið skólans. Allt nám í dagskóla er með ISO 9001 vottun.
Við uppsetningu á Gæðahandbók Verkmenntaskólans á Akureyri var Rekstrarhandbók Fjöltækniskóla Íslands höfð til fyrirmyndar. VMA færir skólameistara og starfsfólki Fjöltækniskóla Íslands bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Gæða- og verkefnastjóri heldur utan um gæðahandbók skólans. - Verið er að yfirfæra gæðahandbókina í nýtt kerfi og því einhver skjöl sem ekki opnast.