Fara í efni

Gervigreind

Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI), er tækni sem reynir að líkja eftir mannlegri greind. Í því felst að tæknin er þjálfuð til að læra, túlka og vinna að verkefnum sem yfirleitt krefjast mannlegrar hugsunar. Gervigreind er að finna í mörgum tækjum sem við notum daglega, t.d. í símum, leitarvélum og fjölda annarra forrita. Þróun gervigreindar er hröð og aðgengi almennings hefur aukist. 

Við bendum sérstaklega á heimasíðu Háskóla Íslands um notkun á gervigreind -   gervigreind.hi.is

Um notkun gervigreindar gilda sömu reglur og um notkun allra annarra heimilda og aðstoðar í námi.  Vísa þarf til heimilda og munum að fara eftir fyrirmælum kennara um notkun á gervigreind

Spurt og svarað

Hvernig er hægt að nota gervigreind?

Ef nota á gervigreind sér til aðstoðar er mikilvægt að hugsa hvernig hún er notuð. Verkefni skrifuð af gervigreind eru ekki leyfileg og áskilur kennari sér rétt til að gefa 0 í einkunn fyrir þau verkefni. Hins vegar er hægt nýta gervigreind sér til aðstoðar í uppbyggingu, skipulagningu og vinnslu á texta (án þess að skrifa beint upp eftir henni). Einnig má nota önnur forrit til yfirlestrar, upplestrar og sem námstækni-tæki. Mikilvægt er að fara eftir fyrirmælum kennarar varðandi notkun á gervigreind.

Í hvað má ekki nota gervigreind?

Ekki er leyfilegt að nota gervigreind eins og t.d. chatGPT til þess að skrifa fyrir sig. Þó að e.t.v. sé mögulegt að nota gervigreind sem hjálpartæki þarf að hafa í huga að hún er óáreiðanleg og skáldar í eyðurnar.

Hvað ber að varast þegar gervigreind er notuð?

Gervigreindin er ekki góð í íslensku og ekki hægt að treysta gervigreindinni til að skrifa rétt eða fara rétt með staðreyndir. Það má ekki láta gervigreindina vinna verkefnin fyrir sig.

Er hægt að nota gervigreind við að finna heimildir?

Nei, gervigreindin býr til heimildir í jafn miklu mæli og hún bendir á heimildir sem eru til. Það eru auðvelt að finna heimildir á leitir.is og þar er meira gegnsæi í heimildaleitinni. Starfsfólk bókasafns aðstoðar við heimildaleit ef þarf. Hér er hægt að finna leiðbeiningar hvernig á að vísa í ChatGPT

Getum við bætt efni síðunnar?