Þjónustu- og starfsmannakannanir
Þjónustu- og starfsmannakannanir eru gerðar með reglubundnum hætti eins og lýst er í áætlun um innra og ytra mat í VMA sem finna má í gæðahandbók skólans.
Þjónustukannanir eru lagðar fyrir nemendur á þriggja anna fresti. Þar er spurt um ýmsa þjónustu í skólanum ásamt líðan nemenda í samræmi við gæðamarkmið skólans.
Starfsmanna- og stjórnendakannanir eru gerðar á hverju ári í gegnum könnunina Stofnun ársins. Í könnuninni er spurningum og niðurstöðum skipt niður í níu þætti: Stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Vægi þáttanna í heildareinkunn ákvarðast af þáttagreiningunni en stofnunum er síðan raðað eftir heildareinkunninni. Niðurstöður eru kynntar starfsfólki á starfsmannafundum.