Fara í efni

Stuðningur við nema af erlendum uppruna

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður nemendur af erlendum uppruna velkomna í skólann. Við skólann starfar verkefnastjóri erlendra nemenda sem sinnir þeim nemendum sérstaklega.  Í VMA er unnið út frá sérstakri móttökuáætlun þegar nemendur af erlendum uppruna byrja í skólanum.

Upplýsingar til foreldra og nemenda af erlendum uppruna er hægt að nálgast hjá Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóra erlenda nema, johanna.b.sveinbjornsdottir@vma.is

Vegna aukins fjölda erlendra nemenda við skólann er verið er að endurskoða það nám sem nemendum með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn er boðið uppá.

Umsóknir

Nemendur úr grunnskóla á Íslandi

 • Nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskóla á Íslandi sækja um skólavist líkt og aðrir grunnskólanemendur gegnum menntagatt.is og hefur grunnskólinn umsjón með því.

Aðrir

 • Nemendur sem ekki hafa lokið grunnskóla á Íslandi sækja um á Innritunarvef menntamálastofnunnar is.
 • Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans. vma.is/is/innritun
 • Einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra erlendra nemenda

johanna. b.sveinbjornsdottir@vma.is.

Móttaka

Öllum erlendum nemendum er boðið í móttökuviðtal.

Viðtal að vori

 • Starfsfólk VMA óskar eftir upplýsingum frá grunnskólum svæðisins snemma á vorönn og í framhaldi fá þeir nemendur sem það þurfa boð frá VMA um að koma í heimsókn. Með á fundinum er kennari nemandans, forráðamaður og túlkur, eftri þörfum. Á fundinum fær nemandi upplýsingar um skólann og námsframboð.

Viðtal að hausti

 • Nemendur sem komu í viðtal að vori er boðið í annað viðtal að hausti. Þá er farið nánar yfir stoðþjónustu og námsfyrirkomulag. Með á fundinum er forráðamaður og túlkur, eftri þörfum
 • Þeir nemendur sem eru lengra komnir í íslensku koma í viðtal í skólabyrjun. Með á fundinum er forráðamaður og túlkur, eftri þörfum. Á fundinum fær nemandi upplýsingar um skólann og námsframboð, stoðþjónustu og námsfyrirkomulag.
 • Nemendur sem eru nýlega komnir til landsins fá boð um viðtal eftir samkomulagi. Verkefnastjóri er í samskiptum við félagsráðgjafa bæjarins sem þá boðar til viðtalsins.

Verkefnastjóri fylgir öllum viðtölum eftir og kallar nemendur og forráðamenn til sín ef þörf þykir.

Námið við VMA

Allt nám í skólanum fer fram á íslensku. Nemendur innritast á almennar brautir og nám svo sniðið að hæfni og þörfum hvers og eins.

 • Í skólanum er boðið uppá
  ÍSAN: íslenska sem erlent mál, 3 x 70 mín á viku eftir getu
 • MELÆ: Menningarlæsi fyrir þau sem eru af erlendum uppruna og eru nýlega komin til landsins
 • STUÐ: Stuðningur við aðlögun að nýju skólasamfélagi og lífinu á nýjum stað
 • Aðrir áfangar eftir áhuga og getu
 • Nánari upplýsingar um námið er hægt að nálgast hjá Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóra erlenda nema. 
 • Upplýsingar til foreldra og nemenda af erlendum uppruna er hægt að nálgast hjá Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóra erlenda nema, johanna.b.sveinbjornsdottir@vma.is

Uppfært 27.11.23 (JBS)

Getum við bætt efni síðunnar?