Viðbrögð við áföllum, vá og neyðartilvikum
Viðbrögð við ógnum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum o.fl.
Viðbragðsáætlunin segir til um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í VMA. Hún er unnin af fulltrúum starfshóps um viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla í samstarfi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og embætti Landlæknis. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur t.d. lögreglustjóri ákveðið breytingu á skipulagi með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.
Í neyðarstjórn VMA eru:
- Skólameistari, æðsti stjórnandi stofnunarinnar.
- Aðstoðarskólameistari.
- Áfangastjórar.
- Fulltrúar starfsmanna í öryggisnefnd VMA.
Viðbrögð vegna áfalla og neyðartilvika
Leiðbeiningar um viðbrögð í neyðartilvikum segja fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í skólastofnuninni eða í starfsemi á vegum skólastofnunarinnar eða í starfsemi á vegum hennar. Unnar af fulltrúum starfshóps sem skipaður er af SMÍ í samstarfi við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættið.
Viðbrögð vegna gosmengunar (SO2).