Fara í efni

Skólaráð

Frá nýnemaferð haustið 2023 Í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 segir að skólaráð skuli vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda.

Í skólaráði VMA sitja tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar nemenda ásamt skólameistara, aðstoðarskólameistara og náms- og starfsráðgjafa.

Helstu verkefni skólaráðs:

  • fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar
  • fjallar um skólabrag, skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda
  • veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað
  • fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál

Skólaráð hefur í störfum sínum til hliðsjónar lög um framhaldsskóla, aðallega VI. kafli laganna sem fjallar um nemendur. Reglugerð nr. 326/2016 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum. Fundaagerðir eru haldnar og vistaðar í skjalakerfi skólans. Ráðið fundar 2-4 sinnum á önn og oftar er þörf er á.

Fulltrúar í skólaráði skólaárið 2023-2024 eru:

Uppfært 02.10 2023 (SHJ)
Getum við bætt efni síðunnar?