Fara í efni

Námsáætlun

Verkmenntaskólinn starfar eftir áfangakerfi. Það þýðir að hverri námsgrein er skipt í áfanga sem hver um sig er kenndur á einni önn og lýkur með prófi eða öðru námsmati.

Kostir þess að vera í  áfangaskóla eru m.a.

  • Sveigjanleiki - Nemendur hafa talsvert frelsi hvað varðar samsetningu náms síns, námshraða og þeir geta auðveldlega skipt um braut.
  • Námsframboð - Mikill fjöldi námsbrauta og námsáfanga. Nemendur hafa úr miklu að velja.
  • Ábyrgð - Nemendur bera ábyrgð á skipulagi náms síns og raða því sjálfir saman frá önn til annar þar til þeir hafa lokið námi á þeirri braut sem þeir hafa valið sér.

 Skólinn aðstoðar nemendur við þetta verkefni og sér til þess að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar við höndina. Nemandinn er þannig virkur þátttakandi í að skipuleggja nám sitt og ber sjálfur ábyrgð á því að öllum áföngum sé lokið á tilsettum tíma.

Námsáætlun

 Brautarlýsingar Uppfært 07. september 2018 (SHM)

Getum við bætt efni síðunnar?