Fara í efni

Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi 22.júní 2021. Í lögunum kemur fram að allir nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti óskað eftir stuðningi tengiliðs sem veitir upplýsingar og leiðbeiningar um sérhæfða þjónustu innan og utan skólans.

Markmiðið og tilgangur þessa er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og þannig tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi. Þjónustan er stigskipt, allt frá almennri grunnþjónustu sem stendur öllum ungmennum til boða til verulega einstaklingsbundinnar og sérhæfðrar þjónustu sem grundvallast af stuðningsáætlun barnsins.

Sem dæmi um þjónustu má nefna; stuðning vegna námsraskana, sálfræðistuðning, almenn grunnþjónusta ásamt einstaklingsbundum stuðningi í samræmi við faglegt mat og á grundvelli þarfa barnsins.

Tengiliðir VMA vegna farsældarþjónustu eru:

Svava Hrönn Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi  - svava.h.magnusdottir@vma.is
Helga Júlíusdóttir, náms- og starfsráðgjafi - helga.juliusdottir@vma.is
Bryndís Indiana Stefnánsdóttir, brautarstjóri starfsbrautar - bryndis.i.stefansdottir@vma.is

Gagnlegir tenglar

Lög og reglugerðir

Farsæld barna www.farsaeldbarna.is

Heimasíða Barna- og fjölskyldustofu www.bofs.is

Kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Getum við bætt efni síðunnar?