Fara í efni

Kynning á VMA

   

         Spurt og svarað                                        Hér er hægt að finna upplýsingar fyrir nýnema

Hvort er bekkjarkerfi eða áfangakerfi í VMA?

 Skólinn er áfangaskóli með skipulagi sem gerir nemendum kleift að sníða námið að áhugasviði sínu og aðstæðum. Hins vegar fylgjast nemendur sem hefja nám á sama tíma og á sömu braut mikið að á námstímanum. 

Hver eru inntökuskilyrðin í VMA?

Alla jafna þarf að ljúka kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri til að komast í iðnnám, starfsnám og námsbrautir til stúdentsprófs. Inntökuskilyrði á iðnnáms-, starfsnám- og námsbrautir til stúdentsprófs er C í ensku, íslensku og stærðfræði.

Sjá nánar hér www.vma.is/is/namid/hagnytt/upplysingar-um-innritun

Hvaða námsbrautir eru í boði í VMA?

Námsframboð er fjölbreytt bæði í stúdentsnámi og iðn- og starfsnámi. Í iðn- og starfsnámi eru nokkrar brautir sem ekki er tekið inn á hverju ári en innritun í grunndeildir (undanfara iðnnáms) eru á hverju hausti.

Hér á síðurnni undir nám er hægt að skoða hvaða námsbrautir eru í boði í skólanum.

Hvað eru margir nemendur í VMA?

Nemendur í VMA eru um 1000, nýnemar eru oftast í kringum 200 talsins.

Er fjarnám í boði í VMA?

Skólinn býður upp á fjarnám í flestum bóknámsgreinum og í meistaraskóla. Hér á síðunni undir fjarnám má finna upplýsingar um fjarnám.

Hver eru skólagjöldin í dagskóla?

Skólagjöldin í dagskóla eru 19.300 kr á önn og er greiðsla á þeim staðfesting á skólavist. Hér má sjá gjaldskrá skólans.

Hvernig er námsmatið í VMA?

Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag nemenda jafnt og þétt yfir önnina. Með fjölbreyttu námsmati er m.a. átt við hefðbundin lokapróf, verkleg-, skrifleg- eða munnleg verkefni og próf, einstaklings-, para- eða hópaverkefni, jafningjamat, sjálfsmat, ferilmöppur, dagbók, myndbönd, tónlist, myndir, tjáningu o.s.frv.

Hvernig er félagslífið í VMA?

Það er alltaf nóg um að vera hjá Þórdunu, nemendafélagi VMA. Þórduna stendum fyrir nýnemadögum þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir í skólann, einnig stendur félagið fyrir ýmsum viðburðum eins og árshátíð og söngkeppninni Sturtuhausinn. Leikfélag skólans er einnig mjög virkt og setur upp leiksýningar á hverjum vetri. Nánari upplýsingar um félagslífið má finna á heimasíðu Þórdunu og á samfélagsmiðlum facebook og instagram

Get ég fengið nám úr öðrum skólum metið?

Reynt er að meta allt nám sem hægt er á milli skóla í samráði við sviðsstjóra viðkomandi brautar

Má ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir?

Nemendursemstundaumfangsmiklaþjálfuná vegum sérsambands og/eða íþróttafélags innan ÍSÍ undir stjórn þjálfara, geta sótt um sleppaverklegumþættiíþrótta. S nánarhér.

Er tekið tillit til námserfileika, t.d. lesblindu og ADHD?

Já, greiningargögnum þarf skila til skólans svo hægt finna út hvernig aðst virkar best.

Verð ég að hafa fartölvu til umráða sem nemandi?

Það er gert ráð fyrir allir nemendur hafi sína eigin fartölvu.

Er heimavist við VMA?

Sameiginleg heimasvist VMA og MA er í göngufæri frá skólanum. Hér er hægt að fá upplýingar um heimavistina.

 

Hér er hægt að sjá hvernig nemendur geta valið sér ólíkar leiðir til að ljúka sínu námi

Kort af VMA

Saga Verkmenntaskólans á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1984 í nýju húsnæði skólans við Hringteig á Eyrarlandsholti. Fyrsta skólaárið voru nemendur 780 en tæpum 30 árum síðar voru þeir rúmlega 1300. Frá 2017 hafa nemendur verið í kringum 1100 og að auki stunda um 300 nemendur nám í fjarnámsdeild skólans á hverju skólaári. Við skólann starfa hátt í 200 starfsmenn.

Fyrsti skólameistari Verkmenntaskólans var Bernharð Haraldsson en núverandi skólameistari er Sigríður Huld Jónsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?