Fara í efni

Foreldrafélag VMA

19. ágúst 2024. Haldinn var fjarfundur með forráðamönnum í dag. Hér eru glærur frá fundinum. Verið óhrædd við að hafa samband ef þið hafið spurningar, neftöng okkar stjórnenda, umsjónarkennara og nemendaþjónustu eru á heimasíðu skólans.

Á fundinum komu nokkrar spurningar varðandi tölvumálin - bendum á flipann Þjónusta hér á heimasíðunni og þar er svo annar flipi sem heitir Tölvunotkun og þar má finna ýmsar upplýsingar varðandi innskráningar og office365. Eins var spurt um mötuneyti og heimavist. Undir flipanum Þjónusta má líka finna flipann Mötuneyti, þar er jafnframt hlekkur á upplýsingar varðandi kaup á annarkorti. Heimasíða heimavistarinnar er heimavist.is. Ef þið þurfið að koma greiningum til skólans er best að senda þau sem pdf skjal á netfangið bryndis.i.stefansdottir@vma.is. Varðandi námsmat, skoðið námsáætlanir hvers áfanga í Innu. 

Hér eru svo ýmsar upplýsingar fyrir nýnema og forráðafólk. 

Fylgið okkur endilega á Facebook.

Lög félagsins eru eftirfarandi:

Félagið heitir Foreldrafélag VMA.  Heimili félagsins og varnarþing er í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Félagsmenn eru foreldrar og forráðmenn nemenda VMA, nema þeir sem tilkynna að þeir óski ekki aðildar að félaginu.

Tilgangur félagsins og markmið eru:

  • Að efla samstarf milli foreldra um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
  • Að vera vettvangur samstarfs og samráðs foreldra og forráðamanna nemenda.
  • Að tryggja gott samstarf foreldra og forráðamanna , nemendafélaga og starfsfólks skólans.
  • Að skapa farveg fyrir samskipti við stjórnendur skólans um málefni og hagsmuni ólögráða nemenda sérstaklega bæði gagnvart námsaðastæðum og þjónustu af hálfu skólans.
  • Að styðja heimili og skóla í að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn á fyrstu vikum skólaárs og helst í tengslum við kynningardaga á vegum skólans.   Auglýsa skal aðalfundinn með viku fyrirvara með að minnsta kosti einni opinberri auglýsingu og í útsendum gögnum frá skólans hálfu. 

Stjórn:  Á aðalfundi skal kosin fimm manna stjórn og þrír til vara, til eins árs í senn.  Skal formaður kosinn beinni kosningu, en stjórn skiptir með sér verkum að öðru leyti.   Stjórn stýrir starfi félagsins milli aðalfunda. Henni ber að halda gerðabók og kynna störf sín m.a. með miðlun fundargerða og annarra upplýsinga í gegn um heimasíðu skólans.  Einfaldur meirihluti ræður úrslitum við atkvæðagreiðslu og skal meirihluti stjórnarmanna vera viðstaddur afgreiðslu mála.

Stjórn félagsins hefur umboð til að kalla til almennra foreldrafunda um einstök málefni, en ávallt skal hafa samráð við skólameistara um slíka fundarboðun.  Stjórnendum og starfsmönnum skólans er heimilt að sækja foreldrafundi sem haldnir eru í nafni félagsins.

Stjórn félagsins er heimilt að taka við styrkjum og beita sér fyrir fjáröflun í þágu félagsins en er ekki heimilt að innheimta félagsgjöld.  Heimilt er að stofna styrktarsjóð Foreldrafélags VMA, en setja skal slíkum sjóði reglugerð sem staðfest er af aðalfundi félagsins.  Stjórn leitar samkomulags við skólameistara varðandi varðveislu gagna foreldrafélagsins, aðstöðu fyrir fundahöld og aðgang að nafnalistum, útsendingu gagna, upplýsingamiðlun á heimasíðu og aðra þætti er varða samskipti við foreldra almennt.

Lögum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi og skulu tillögur til lagabreytinga berast stjórn a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Geta skal lagabreytinga í fundarboði  og skal helmingur fundarmanna greiða löglega uppborinni breytingartillögu atkvæði til að hún teljist samþykkt.

Á kynningarfundi með foreldrum sem haldinn var í skólanum þann 22. september 2005 var Foreldrafélag VMA stofnað. Markmið félagsins er að vera sterkur málsvari nemenda og gæta hagsmuna þeirra bæði innan skólans og utans.

Samanhópurinn er hópur fólks um allt land sem hefur það að markmiði að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu og að vinna að forvörnum. Hópurinn hefur sett saman bækling á ýmsum tungumálum sem ætlaður er til að fræða og styðja foreldra barna sem komin eru á framhaldsskóla aldurinn.

bæklingur á íslensku
brochure in English
gazetka informacyjna w języku polskim
folleto en español

Síðast breytt 05. september 2024 (HH)

Getum við bætt efni síðunnar?