Fara í efni

Stuðningur við nemendur með skilgreinda fötlun

Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.

Á framhaldsskólastigi skal veita nemendum með fötlun, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, og nemendum með tilfinningalega eða félagslega örðugleika kennslu og sérstakan stuðning í námi. Látin skal í té sérfræðileg aðstoð og viðeigandi aðbúnaður eftir því sem þörf krefur. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er.

Skilgreind fötlun veitir nemanda rétt á umsókn til Menntamálaráðuneytis um aukatíma í tilteknum áföngum. Skólinn þarf að sækja um slíka tíma út á nafn viðkomandi nemanda með góðum fyrirvara og tekur námsráðgjafi við slíkum beiðnum.

Ráðherra getur í samningi við framhaldsskóla heimilað rekstur sérstakra námsbrauta við framhaldsskóla fyrir nemendur með fötlun og skilgreindar greiningar. Sérstakt námstilboð er við VMA fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt tilboð framhaldsskóla af einhverjum ástæðum, sjá námslýsingu Starfsbrautar.

Þess skal gætt að nemendur einangrist ekki, heldur leitast við að tryggja eðlilegan samgang milli allra nemenda. Kennslan skal byggjast á námsáætlun fyrir hóp eða einstakling og skal áætlunin miðast við námskrá fyrir sérdeildir framhaldsskóla. 

 

Í vinnslu 14. september 2018 (HJD/SHM)
Getum við bætt efni síðunnar?