MEIS4ÖU02 - Öryggi og umhverfi
							Í boði
							: Ekki alltaf
						
																													
								Flokkur
								: Fjarnám
							
															Lýsing
Nemandi kynnir sér kröfur um öryggi og vinnuvernd eins og þær eru skv. lögum. Nemandi á að öðlast góðan skilning á skyldum verkkaupa og verktaka varðandi vinnuvernd og öryggisþætti. Þekki hlutverk samræmingaraðila á hönnunar- og framkvæmdarstigi og geti unnið að öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir vinnustað þ.m.t. áhættumat fyrir varasama verkþætti. Í áfanganum vinnur nemandi að öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir gefna framkvæmd í sínu fagi og kynnir rökstuddar niðurstöður. Nemanda skal vera ljóst mikilvægi umhverfisverndar og sjálfbærni í starfi sínu og geti sett niður stefnu fyrirtækisins og markmið í þeim málum.
					Einingar: 2
				
			
			
			
			
							
					