Fara í efni

VÉLV3SS03 - Uppbygging sveifarása og stimpilstanga í vélhjólum

kambás, legur, stimpilstangir, sveifarásar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLV3VG03
Farið yfir uppbyggingu sveifarása og stimpilstanga í vélhjólum. Mismunandi gerðir af sveifaráslegum kynntar. Kennt að mæla rýmd í hvítmálmslegum og meta ástand þeirra út frá mæliniðurstöðum. Farið yfir hlutverk kambása og mismunandi útfærslu þeirra og mismunandi fjölda eftir byggingu vélanna. Hlutverk kamba og kambás lega skoðað. Farið yfir stillingu kambása út frá vinnuhring vélarinnar. Kennt að meta ástand á kömbum og kambáslegum. Fjallað um samsetningar véla og frágang á þeim. Ítrekað mikilvægi hreinlætis og vandaðra vinnubragða við viðgerðir á vélbúnaði vélhjóla.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu mismunandi sveifarása og stimpilstanga
  • mismunandi gerðum lega á sveifarásum
  • hlutverki kambása í vélunum
  • mismunandi samsetningu á vélum
  • mikilvægi hreinlætis og vandaðra vinnubragða við viðgerðir á vélbúnaði vélhjóla

Leikniviðmið

  • mæla rýmd í legum
  • stilla inn kambása út frá vinnuhring vélarinnar
  • framkvæma samsetningar á flóknum vélarhlutum

Hæfnisviðmið

  • meta ástand sveifarása og stimpilstanga í vélum
  • meta ástand lega út frá mælingum og upplýsingum framleiðanda
  • meta ástand kambása og kambáslega í vélhjólum
  • útskýra hlutverk kamba og kambáslega
  • útskýra samsetningar véla og frágang þeirra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?