Fara í efni

TRÉS3SH03 - Tréstigar

handrið, stigar, útflatningar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: BURÐ1BK03 og TIMB2VS16
Í áfanganum lærir nemandinn um smíði tréstiga innanhúss með áherslu á algengustu útfærslur þeirra, samsetningar og smíði. Nemandinn lærir að búa til skapalón í fullri stærð eftir teikningum og hvernig þau eru notuð til að smíða þrep, stigakjálka og stigahandrið. Nemandinn fær þjálfun í að smíða tréstiga eða einstaka hluta þeirra í smækkaðri mynd og notar til þess hefðbundin verkfæri og algengar trésmíðavélar. Áfanginn er ætlaður bæði húsa– og húsgagnasmiðum.

Þekkingarviðmið

  • skipulagningu verkefna, upplýsingaöflun og áætlanagerð
  • byggingareglugerð um stiga
  • samsetningaraðferðum og smíðisfestingum á tréstigum og handriðum
  • áhöldum og tækjum til smíði tréstiga og handriða
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði

Leikniviðmið

  • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
  • vinna eftir séruppdráttum og deiliteikningum
  • vinna sjálfstætt

Hæfnisviðmið

  • tengja saman alla þætti vinnustaðanáms og skóla
  • undirbúa verkefni á eigin spýtur
  • gera efnis- og verkáætlun
  • vinna sjálfstætt eftir verkáætlunum
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?