Fara í efni

TEIV2BT05(AV) - Teiknivinna húsasmiða I

burðarvirki timburhúsa, festingar, frágangur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: GRUN1FF04
Nemendinn fær þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga með áherslu á timburhús og þakvirki. Fjallað er um almenna byggingauppdrætti en samhliða koma einnig burðarvirkisuppdrættir þar sem meðal annars er komið inn á ýmiskonar álag á byggingar. Fjallað er um algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur og verklýsingar með tilliti til efniskrafna og einangrunar. Nemendinn kynnist mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og fær þjálfun í gerð efnislista á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara.

Þekkingarviðmið

 • burðarvirki timburhúsa
 • margskonar álagi sem byggingar verða fyrir
 • smíðisfestingum sem notaðar eru við timburhúsagerð
 • klæðningum veggja og þaka
 • mikilvægi loftræstingar byggingarhluta
 • einangrun byggingarhluta
 • rakavarnarlagi og mikilvægi þess
 • notkun vinnuteikninga á byggingastað

Leikniviðmið

 • nota tölvur til teikninga
 • teikna burðarvirki timburhúsa eftir verklýsingum og fyrirmælum
 • útbúa sérmyndir, deili og snið
 • vinna með mismunandi mælikvarða
 • útbúa teikningar til prentunar og prenta út nothæfar vinnuteikningar

Hæfnisviðmið

 • skilja uppbyggingu byggingateikninga
 • teikna einfaldar burðarvirkisteikningar í tölvu
 • útbúa vinnuteikningar eftir öðrum teikningum
 • vinna eftir teikningum á byggingavinnusstað
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?