Fara í efni

LÍFF2LK05 - Lífeðlisfræði

líffærakerfi mannsins, líkamsstarfssemi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Inntaki lífeðlisfræðinnar og helstu þáttum í líkamsstarfsemi lífvera og þá aðallega manneskjunnar gerð skil. Helstu efnisþættir eru: innri starfsemi frumna, samvægi, orkumyndun, hitastjórnun, boðflutningur; hormón og taugaboð, blóð og blóðrásarkerfið, hjartað og starfsemi þess, varnarkerfi líkamans, þveitikerfið, næringarnám og melting, skynjun, æxlun, tíðarhringur og getnaðarvarnir. Farið verður í helstu frávik og sjúkdóma sem tengjast hverju atriði. Lögð er áhersla á að nemandi öðlist þekkingu og skilning á starfsemi líkama lífvera og aukinn skilning á eigin líkamsstarfsemi með það að markmiði að auðvelda honum að taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. þess að viðhalda eigin heilbrigði

Þekkingarviðmið

  • samvægi
  • stjórnun líkamshita og orkumyndun líkamans
  • frumlífeðlisfræði
  • mismundandi hlutverkum boðefna, eðli taugaboða, starfsemi og skiptingu taugakerfis
  • blóðrás, uppbyggingu og hlutverkum blóðs og starfsemi hjartans
  • öndunarkerfi, þveitikerfi, meltingu, nýtingu fæðunnar í líkamanum og losun líkamans við úrgangsefni
  • skynjun, aðallega sjón og heyrn
  • æxlunarfærum, getnaði og getnaðarvörnum

Leikniviðmið

  • nota lífeðlisfræðilegar upplýsingar í máli og myndum
  • skoða vefi og líffæri
  • skoða samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
  • skilja lífeðlisfræðileg viðfangsefni
  • meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans

Hæfnisviðmið

  • leggja gróft mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • nýta undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði og tengja við daglegt líf
  • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
  • afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar
  • meta áhrif lífshátta á heilbrigða starfsemi líkamans
  • tengja undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
  • tjá sig um lífeðlisfræðileg málefni daglegs lífs á skýran og ábyrgan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?