Fara í efni

BÓKF1DH05 - Inngangur að bókfærslu

Dagbók, höfuðbók, reikningsjöfnuður.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Fjallað er um grundvallaratriði tvíhliða bókhalds. Nemandanum er gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhaldsins. Algengustu reikningar eru kenndir fyrst og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið í dagbókarfærslur, prófjöfnuð, opnun og lokun höfuðbókar, tengsl hennar við dagbók og gerð einfalds efnahags- og rekstrarreiknings. FOB og CIF skilmálar útskýrðir og munurinn á eðli sölu- og innkaupakostnaðar. Farið yfir reglur um virðisaukaskatt og hvernig þeim er beitt í bókfærslunni. Unnið með reikningsuppgjör og lokun höfuðbókar með einföldum athugasemdum s.s. ógreiddum og fyrirfram greiddum kostnaði og vöxtum. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemanda og góðan frágang. Nemandinn fær æfingu í notkun töflureiknis við færslu bókhaldsins.

Þekkingarviðmið

 • grunnhugtökum bókfærslu
 • helstu lögum um bókhald
 • sambandi dagbókar og höfuðbókar
 • einföldustu aðgerðum töflureiknis

Leikniviðmið

 • færa einfaldar dagbókarfærslur
 • stilla upp prófjöfnuði
 • færa niðurstöður dagbókar í aðalbók
 • setja upp efnahags- og rekstrarreikning
 • reikna út hagnað og tap
 • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil með einföldum athugasemdum
 • gera upp virðisaukaskatt

Hæfnisviðmið

 • nýta niðurstöður dagbókar til að setja upp tvíhliða bókhald
 • færa einfaldar færslur í fjárhagsbókhaldi
 • rökstyðja einstakar færslur í bókhaldi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?