Fara í efni

STAÞ3RV20 - Starfsþjálfun í rafeindavirkjun 2

starfsþjálfun rafeindavirkja

Einingafjöldi: 20
Þrep: 3
Forkröfur: Starfsþjálfun rafeindavirkjun 1
Lögð er áhersla á að nemandi geti unnið að viðgerð, samsetningu og uppsetningu rafeindabúnaðar. Geti gert sér grein fyrir hvort bilun sé hugbúnaðar eða vélbúnaðar eðlis. Nemandi sýni leikni í starfi og hæfni í beitingu mælitækja og verkfæra. Nemandi læri sjálfstæð vinnubrögð, mikilvægi góðrar framkomu og geti aðstoðað og unnið með viðskiptavinum.

Þekkingarviðmið

 • lestri rásateikninga
 • tengingu og frágang ýmiskonar rafeindabúnaðar
 • notkun mælitækja við bilanaleit
 • tengingu rafeindabúnaðar við stjórn eða jaðarbúnað
 • virkni þeirra tækja sem hann vinnur við

Leikniviðmið

 • beita rökhugsun við bilanagreiningu
 • vinna sjálfstætt á vinnustað og forgangsraða verkþáttum
 • leiðbeina viðskiptavinum um val og staðsetningu rafbúnaðar
 • veita viðskiptavinum hámarks þjónustu

Hæfnisviðmið

 • vinna sjálfstætt við bilanagreiningu og lagfæringar
 • finna bilanir í rafeindabúnaði og gert við á faglegan og ábyrgan hátt
 • meta þörf á hýsingu rafeindabúnaðar gagnvart ytri aðstæðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?