Fara í efni

ÍSAN2AB05 - Íslenska sem annað mál

atvinnulíf, bókmenntir, framsögn, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSAN1MR05
Áhersla er lögð á þjálfun í málnotkun við ritun, framsögn og lestur ásamt því að nemendur kynnist bókmenntum s.s. Íslendingasögum og þjóðsögum. Nemendur lesa skáldsögu að eigin vali á sínu móðurmáli og segja frá henni á íslensku á því formi sem nemendur velja t.d. með ritgerð, kynningu og/eða með myndrænum hætti. Fjallað er um íslenskan vinnumarkað, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og nemendur gera starfsferilskrá á íslensku. Farið er í vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir til verkalýðsfélaga. Nemendur þjálfi sjálfstæði í vinnubrögðum, notkun orðabóka, bætta námstækni og auki orðaforða sinn, framburðar- og lestrarfærni. Mikil áhersla lögð á jákvæð samskipti innan hópsins, samvinnu og vinnusemi.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að auka orðaforða sinn og lestrarfærni
  • nytsemi orðabóka og námstækni
  • mæltu og rituðu íslensku máli
  • mikilvægi bókmennta í menningu þjóða
  • árangursríkum námsaðferðum og mikilvægi þeirra
  • íslenskum vinnumarkaði og hvernig sótt er um starf

Leikniviðmið

  • nota tungumálið og auka þannig orðaforða sinn og málskilning
  • lesa ýmsa texta sér til gagns og gamans
  • nota árangursríkar námsaðferðir
  • eiga góð samskipti við aðra og efla félagsþroska sinn
  • lesa sér til gagns og yndis á íslensku og eigin tungumáli

Hæfnisviðmið

  • vera virkur í námi sínu og sinna því samviskusamlega
  • semja stutta texta af ýmsu tagi
  • draga saman aðalatriði og beita gagnrýnni hugsun við lestur bókmennta
  • tjá sig munnlega og skriflega á góðu máli
  • nýta þau tæki og tækni sem auðveldar honum að læra íslenskuna
  • túlka og meta atburðarás, persónur og innihald í ýmsum bókmenntum á íslensku og eigin tungumáli
  • gera starfsferilskrá og sækja um starf
  • þekkja réttindi sín og skyldur á íslenskum vinnumarkaði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?