Fara í efni

HEIM2HK05 - Inngangur að almennri heimspeki

gagnrýnin hugsun, helstu heimspekingar, kenningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum er umfjöllun og kynning á nokkrum frumhugtökum heimspekilegra fræða á borð við rök, sannindi, þekkingu, vísindi og siðferði. Fjallað verður um ýmis sígild vandamál á sviði heimspekinnar og hvernig helstu heimspekingar sögunnar glímdu við þau. Samkvæmt sjálfsskilningi heimspekinnar er hún fyrst og fremst gagnrýnin hugsun sem er aftur undirstaða og kjölfesta allrar fræðimennsku. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • völdum heimspekingum og kenningum þeirra frá Forn - Grikklandi til okkar tíma
 • meginhugtökum helstu greina heimspekinnar, s.s. frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði, stjórnspeki og listheimspeki
 • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar

Leikniviðmið

 • beita gagnrýninni hugsun á eigin hugmyndir og skoðanir sem og annarra
 • beita heimspekilegri nálgun á einfalda texta
 • taka þátt í heimspekilegri rökræðu og samræðum
 • tengja heimspeki við eigin reynslu og veruleika
 • lesa heimspekitexta

Hæfnisviðmið

 • tileinka sér nýja þekkingu á markvissan hátt
 • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
 • vinna sjálfstætt og í hóp
 • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti og rökstyðja
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?