Fara í efni

HÖTE3VE05 - Vefnaður

bindifræði, vefnaður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HÖTE2VE06, SJÓN1LF05, HÖTE2ET10
Í áfanganum lærir nemandinn enn frekar um menningarlegt gildi vefnaðar fyrr og nú og mikilvægi lita- og efnisvals í hönnun fyrir vefnað. Hann kynnist hinum ýmsu bókmenntum, blöðum og forritum fyrir vefnað og hönnun á efnum. Nemandinn hannar og vefur sinn eigin nytjahlut/hluti. Áhersla er lögð á að nemandinn auki þekkingu sína og skilning á frumbindingunum þrem. Nemandinn byrjar að tileinka sér gildi mismunandi uppistöðu og ívafs í mismunandi vefnaðaraðferðum. Lögð er áhersla á að hann tileinki sér útreikninga og vinni bindifræðimunstur fyrir vefnað með hjálp bindifræðiforrits og auki þannig þekkingu sína og skilning á bindifræði.

Þekkingarviðmið

  • vinnuumhverfi, vinnutækjum í vefstofu, áhöldum og efnisnotkun í vefnaði, meðferð og mikilvægi þeirra
  • útreikningum og uppsetningu á vef í vefstól frá rakningu í slöngu til og með uppbindingu skafta og skammela
  • frumbindingunum þrem; einskeftu, vaðmáli og ormeldúk, og notkunarmöguleikum þeirra og sérkennum t.d. í inndráttarmunstrum og uppbindimunstrum
  • kaflaskiptum og samsettum bindimunstrum, notkunarmöguleikum þeirra og sérkennum
  • því fagtungumáli og þeim hugtökum sem notuð eru í vefnaði og meðferð vefjarefna

Leikniviðmið

  • nota rétta líkamsbeitingu við uppsetningu á vef og við vinnu í vefstólnum
  • skipuleggja verkferli í vefnaði frá útreikningum til og með uppbindingu á sköftum og skammelum með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
  • beita af öryggi mismunandi aðferðum í vefnaði
  • velja viðeigandi leið með tilliti til verkefna hverju sinni á skapandi hátt
  • nota bindifræðiforrit
  • halda vinnumöppu á sjálfstæðan og skapandi hátt

Hæfnisviðmið

  • rökstyðja samfélagslegt, menningarlegt, fagurfræðilegt og efnahagslegt gildi á hand- og verksmiðjuvefnaði m.t.t. tækniþróunar sem hefur átt sér stað og viðhalds og varðveislu handverkshefðar og listrænnar nálgunar
  • þróa hugmyndir í bindifræði og vefnaði og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
  • nýta ímyndunarafl, innsæi, frumkvæði og skapandi nálgun í verkefna- og efnisvali í vefnaði og bindifræði
  • greina færni sína í uppsetningu á vef og gerð bindimunstra og nýta sér það undir leiðsögn
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • meta verkkunnáttu og hæfni sína í vefnaði og bindifræði og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
  • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra, ígrunda og rökstyðja mál sitt
  • geta fjallað um og tjáð sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkferla við uppsetningu bæði munnlega og skriflega
  • taka þátt í samvinnu í vefstofunni með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?