Fara í efni

HÖTE3BT07 - Yfirborðshönnun

blönduð tækni, bútasaumur, litunaraðferðir, útsaumstækni

Einingafjöldi: 7
Þrep: 3
Forkröfur: HÖTE2ET10
Nemandinn heldur áfram frá fyrri áfanga HÖTE2ET10 í litun efna með ólíkum aðferðum. Hann leggur áherslu á áferð efna og yfirborðshönnun þeirra. Nemandinn beitir frjálsri útsaumstækni, bæði í höndum og í vél. Hann vinnur hugmynda- og skissuvinnu fyrir bútasaum og lærir undirstöðuatriði hans. Nemandinn vinnur allar prufur áfangans og lokastykki í tengslum við grunnhugmynd. Nemandinn vinnur hugmynda- og prufumöppu ásamt dagbók yfir vinnu sína í áfanganum. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • hvernig frjáls útsaumur er notaður bæði á hagnýtan og listrænan hátt
  • hvernig bútasaumur er notaður bæði á hagnýtan og listrænan hátt
  • hvernig ein grunnhugmynd getur átt sér margar útfærslur
  • notkunarmöguleikum fagblaða og bóka
  • ýmsum aðferðum við að gera áferð á efni

Leikniviðmið

  • vinna frjálsan útsaum bæði í vél og höndum
  • vinna hugmynd að útfærslu á hönnun á verki í tengslum við hráefni og aðferð
  • vinna með form, liti og áferð
  • nota skurðarstiku, skurðarmottu, skurðarhníf og fleira
  • nota form og munstur í eigin hönnun á skapandi hátt
  • setja saman efni og garn/tvinna í samræmi við hugmynd

Hæfnisviðmið

  • þróa hugmyndir sínar með skissuvinnu og tilraunum og yfirfæra þær í fullbúið verk af öryggi
  • skipuleggja vinnu sína og rökstyðja val á hráefnum og vinnuaðferðum
  • tileinka sér frumleika og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • tileinka sér vinnuhagræðingu og nota nýjustu tækni og aðferðir
  • meta styrk sinn í textílhönnun og aðferðum textíls og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
  • taka þátt í opinberri sýningu á vegum skólans og miðla þar styrk sínum
  • meta, greina og tjá sig um eigin verk og annarra af nokkurri þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?