Fara í efni

ENSK1HA03 - Undirbúningsáfangi í ensku 2

hagnýtur orðaforði. læsi á flóknari texta.

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Æskilegt að nemendur hafi lokið ENSK1UB03S
Áfanginn miðar að því að nemendur öðlist færni í undirstöðuatriðum enskrar málfræði, séu færir um að tjá sig um einfalda hluti bæði munnlega og skriflega, skilji daglegt mál og séu undir það búnir að fara á almennan áfanga á 1. þrepi í ensku (ENSK1LO05) og hafa ekki náð þeirri færni að fullu í ENSK1UB05. Til þess þurfa nemendur meðal annars að öðlast nokkuð breiðan, hagnýtan og virkan orðaforða. Áhersla verður lögð á að nemendur læri að nýta sér öll þau hjálpartæki sem í boði eru og þeim gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína. Unnið er að því að efla sjálfstæði nemenda og þeir hvattir til að finna eigin leiðir til að ná árangri í náminu, því er áhersla lögð á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsu verkefnum og kynningum. Nemendur kynna sér hina margvíslegu menningarheima enskumælandi landa um heim allan með því að skoða mismunandi bókmenntaverk, en einnig með því að skoða fréttaefni líðandi stundar.

Þekkingarviðmið

 • helstu undirstöðuatriðum í enskri málfræði
 • þverfaglegum orðaforða til hagnýtra nota
 • almennum rauntextum og einföldum bókmenntaverkum
 • helstu menningarsvæðum þar sem enska er fyrsta mál

Leikniviðmið

 • byggja upp og bæta orðaforða sinn með ýmsum aðferðum sem hentar hverjum og einum
 • beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun
 • lesa fjölbreyttar gerðir texta
 • að tjá sig um almenn málefni með viðeigandi orðalagi, munnlega og skriflega
 • hlusta eftir upplýsingum, bæði í samtali sem og útvarps- eða sjónvarpsefni
 • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi

Hæfnisviðmið

 • nýta orðaforða sinn á skýran og skilmerkilegan hátt í tal- og ritmáli
 • tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum
 • beita grundvallaratriðum enskrar málfræði í tal- og ritmáli
 • taka þátt í umræðum
 • sýna frumkvæði, sjálfstæði í upplýsingaöflun, úrvinnslu upplýsinga og uppsetningu verkefna sem tengjast áhugasviði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?