Fara í efni

VÉLV2VT03 - Uppbygging og virkni tvígengisvél

tvígengisvél, uppbygging, virkni, vélhjól

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: VÉLV2FV03
Kennd uppbygging og virkni tvígengisvéla. Virkni breytilegra útblástursporta útskýrð. Fjallað um virkni smurolíunnar og mikilvægi þess að rétt magn sé notað af henni. Farið yfir helstu bilana þætti í tvígengisvélum og orsakir þeirra útskýrðar. Hlutverk kúplinga útskýrt. Farið í uppbyggingu mismunandi kúplinga og virkni þeirra skoðuð. Helstu bilana þættir skoðaðir sem og ástæður þeirra. Kynntur mismunandi drifbúnaður fjallað um uppbygging hans kosti og galla. Kennt umhirða og eftirlit með honum, hvernig slit sé athugað og hvernig sé brugðist við því. Fjallað um mismunandi útfærslur gírkassa. Grunn uppbygging gírkassa útskýrð og virkni þeirra sýnd. Útskýrð aflyfirfærslan yfir gírkassann.

Þekkingarviðmið

 • uppbyggingu tvígengisvéla í vélhjólum
 • vinnuhring vélanna
 • heiti og hlutverki einstakra vélarhluta
 • uppbyggingu og hlutverki kúplinga
 • uppbyggingu og hlutverki mismunandi drifbúnaðar
 • uppbyggingu og hlutverki gírkassa

Leikniviðmið

 • greina bilanir í tvígengisvélum og ástæður þeirra
 • athuga slit og bregðast við því

Hæfnisviðmið

 • útskýra virkni og tilgang einstakra vélarhluta
 • lýsa vinnuhring, tvígengisvéla
 • greina algengustu bilanir í tvígengisvélum og lagfært þær
 • útskýra virkni mismunandi gerðir kúplinga í vélhjólum
 • greina algengar bilanir í kúplingum og lagfæra þær
 • meta ástand mismunandi drifbúnaðar og lagfæra bilanir í honum
 • lýsa aflyfirfærslunni yfir gírkassa
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?