Fara í efni

HÖTE2ST06 - Sniðteikning

saumtækni, sniðteikning, teikning grunnsniða

Einingafjöldi: 6
Þrep: 2
Forkröfur: HÖTE2FA06, HÖTE2HU05
Í áfanganum lærir nemandinn að hanna og sauma fóðraða utanyfirflík. Hann kynnist sníðagerð og saumi á ýmsum saumtækniatriðum t.d. krögum og ýmsum gerðum af vösum. Nemandinn þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við að leggja snið á efni. Lögð er áhersla á teikningu grunnsniða og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í einum fjórða mælikvarða til yfirfærslu í raunstærðir. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Mikilvægt er að nemandinn öðlist færni í að vinna og þróa eigin hugmyndir í fatagerð. Mikilvægt er að nemandinn þroski með sér tilfinningu fyrir formi og litum.

Þekkingarviðmið

  • hvernig fóðra á flík
  • nokkrum algengum saumtækniatriðum s.s kraga og vasa
  • hvaða hráefni henta í utanyfirflíkur
  • notkun flísilíns í flíkum
  • uppbyggingu grunnsniðs af jakka með tilheyrandi viðbótarvídd
  • hvernig reikna skal út efnismagn samkvæmt sniðum

Leikniviðmið

  • skissa hugmyndir, teikna tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
  • útfæra snið eftir eigin teikningum í smærri mælikvarða og yfirfæra í raunstærð
  • framkvæma sniðútfærslur á grunnsniði fyrir jakka
  • teikna snið af fóðraðri flík
  • sníða og sauma fóður inn í flík
  • nota flísilín á réttan hátt
  • reikna út efnismagn fyrir flík

Hæfnisviðmið

  • afla upplýsinga í tenglsum við hugmyndavinnu og vinnuskýrslu
  • gera snið af fóðraðri utanyfirflík
  • gera saumtækniprufur af vösum og krögum
  • vinna snið í efni og sauma fóðraða utanyfirflík á skipulagðan og vandaðan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?