Fara í efni

STTV2RE05(AV) - Stýritækni og forritun

forritunarmál, hugbúnaðargerð, sjálfvirkni, stýringar, þróunarumhverfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nemendur læra grundvallaratriði í þriðja kynslóðar forritunarmáli eins og C og hvernig hægt er að nota það til að forrita smátölvur(Microcontrollers). Nemendur setja upp þróunarumhverfi og annan hugbúnað sem þarf til hugbúnaðargerðar, bæði fyrir smátölvur og litlar PC tölvur. Unnið er með grunnatriði í forritun eins og lykkjur, val og ítrekun. Unnin eru einföld forritunarverkefni þar sem horft er á ýmiskonar sjálfvirkni og stýringar.

Þekkingarviðmið

  • samþættingu véla og tölva
  • þriðja kynslóðar forritunarmáli
  • grunnatriðum í forritun
  • notkun flæðirita

Leikniviðmið

  • forrita einfaldar skipanir í þriðja kynslóðar forritunarmáli
  • þýða forrits kóða og setja forrit upp á smátölvum.
  • vinna með flæðirit.

Hæfnisviðmið

  • setja upp flæðirit fyrir forrit
  • skrifa forrit eftir flæðiriti
  • skrifa einföld stýriforrit.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?