Fara í efni

BÓKF3ÁB05 - Reikningshald

bókhald, uppgjör, ársreikningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: BÓKF2FV05
Í áfanganum er farið í lög og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og í framhaldinu gerir nemandi ársreikning og greinir hann. Áhersla er lögð á að rekstrar- og efnahagsreikningar séu settir upp í samræmi við lög um ársreikninga, sem síðan eru túlkaðir með kennitölum. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Nemandanum er kynntur mismunur á uppgjöri samkvæmt góðri reikningsskilavenju og uppgjöri samkvæmt skattalögum. Fengist er við áætlanagerð og frávikagreiningu. Nemandinn notar töflureikni við lausn verkefna.

Þekkingarviðmið

 • lögum um ársreikninga
 • reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga
 • fjármagnsstreymi
 • takmörkum kennitala
 • hvernig bókhald getur auðveldað áætlanagerð, stjórnun, eftirlit og ákvarðanatöku
 • helstu þáttum fjárhagsáætlunar

Leikniviðmið

 • lesa úr ársreikningum fyrirtækja, áritunum og skýringum í ársreikningum
 • setja upp rekstrar- og efnahagsreikning
 • setja upp sjóðsstreymi eftir beinni og óbeinni aðferð
 • reikna út og túlka kennitölur
 • nota töflureikni við útreikninga og uppsetningu ársreikninga

Hæfnisviðmið

 • nýta reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga til að semja einfaldan ársreikning
 • fjalla um helstu þætti fjárhagsáætlunar og útskýra hana
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?