Fara í efni

STAÞ1MS20 - Starfsþjálfun vélvirkja 1

Starfsþjálfun málm- og véltæknigreina

Einingafjöldi: 20
Þrep: 1
Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandi beitir þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hann hefur aflað sér í náminu til þessa. Kröfur í starfsþjálfun aukast stig af stigi. Að loknu námi í skóla, starfsþjálfun og fullnægjandi útfylltri ferilbók er neminn tilbúinn í sveinspróf. Á 1. þrepi er aðstoð mikil og gert ráð fyrir að nemandi vinni undir leiðbeinandi fyrirmælum meistara. Sjálfstæði nemanda eykst síðan eftir því sem á námið líður. Á 1. þrepi kynnist nemandi vinnustað og verksviðum fagsins, helstu öryggisatriðum og þeim efnum og áhöldum sem tilheyra faginu. Í lok áfangans er ætlast til að hann hafi færni til að hefja nám á 2. þrepi starfsþjálfunar.

Þekkingarviðmið

 • vinnustaðamenningu og verksviðum fagsins.
 • helstu öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta fagið.
 • eiginleikum þeirra efna sem hann vinnur með innan fagsins.
 • áhöldum og tækjum sem tilheyra faginu.

Leikniviðmið

 • taka tilsögn og fylgja hönnunargögnum.
 • vinna í samræmi við gildi og stefnu vinnustaðar.
 • vinna með hliðsjón af viðurkenndu verklagi.
 • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.

Hæfnisviðmið

 • vinna undir stjórn og sinna vel þeim verkefnum sem honum eru falin.
 • kynnast notkun og viðhaldi á áhöldum og tækjum.
 • beita sér rétt við vinnu.
 • sýna þjónustulund og góða umgengni og umhirðu á vinnustað.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?