Fara í efni

RAMV3RM05 - Rafmagnsfræði 4

mismunandi álag, notkun raforku, þriggja fasa rafmagn

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: RAMV2RS05
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn geti leyst einföld verkefni sem tengjast notkun á raforku og hvernig raforka breytist í ljós, hita og hreyfiorku. Farið er í uppbyggingu og virkni ýmissa véla, tækja og búnaðar og gerðar tengimyndir og teiknitákn fyrir þau kynnt. Kenndar eru jafngildismyndir fyrir rafrásir í jafnstraumskerfum og einfasa riðstraumskerfum. Farið er í mismunandi áraun rafbúnaðar við ræsingu, tómagang og fullt álag. Farið er í þriggja fasa rafbúnað og tengingar. Þá er fjallað um mælitæki og tengingu þeirra og einföld verkefni er varða rekstur spenna, tækja og véla leyst.

Þekkingarviðmið

 • jafngildismyndum jafnstraumskerfa ásamt táknum í teikningum
 • eiginleikum tækja og búnaðar í ræsingu og tómgangi
 • breytingum á raforku í ljósi, hita og hreyfiorku
 • tengimyndum þriggja fasa riðstraumsrása ásamt táknum í teikningum
 • hermiforritum fyrir vélar og rásir

Leikniviðmið

 • gera tengimyndir og jafngildismyndir
 • reikna út fyrir álag mismunandi ræsinga véla og spenna
 • nota helstu mælitæki sem notuð eru við rekstur véla og spenna

Hæfnisviðmið

 • gera jafngildismyndir og lesa úr teikningum
 • velja ræsingu hreyfla fyrir mismunandi notkun
 • velja viðeigandi ræsibúnað
 • velja mælitæki til mælinga í bilanaleit
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?