HÖNN2VS05 - Vöruhönnun
smíði, vöruhönnun
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Kynntar eru hinar ýmsu hliðar vöruhönnunar og farið í hvernig hönnunarferli er unnið, frá rannsókn, í gegnum greiningu, hugmyndavinnu og tæknilegar útfærslur, að endanlegri vöru. Nemendur munu læra að skrá allt ferli vinnu sinnar, smíða mismunandi tegundir módela og kynnast því hvernig æskilegt er að setja fram og kynna sínar tillögur að vörum.
Lögð er áhersla á að virkja sköpunargáfu nemandans og að nemandinn öðlist færni í að vinna og þróa eigin hugmyndir.
Þekkingarviðmið
- hvernig vörur verða til, bæði hugmyndafræðilega og framleiðslulega
- þeirri vinnu sem er á bakvið hverja hannaða vöru
- hversu miklu máli skiptir að byggja hönnun sína á vel gerðri forvinnu
- hversu mikilvægt er að vinna vinnuna sína vel og hafa augu og eyru opin
- úr hvaða efnum og með hvaða aðferðum væri mögulegt og/eða æskilegt að framleiða þeirra eigin hönnun
Leikniviðmið
- nota fjölbreyttar leiðir til að afla upplýsinga í rannsóknarvinnu
- beita gagnrýninni hugsun við mat á eigin hugmyndum og annarra
- tala um sínar hugmyndir og hlusta á gagnrýni
- smíða módel af vörum með mismunandi aðferðum
Hæfnisviðmið
- vinna úr eigin rannsóknum og greina upplýsingar til að hanna vöru
- velja viðeigandi efni og módelsmíðaaðferð fyrir sína hönnun
- prófa nýjar og fleiri leiðir við að hugsa og afla sér upplýsinga