Fara í efni

SVIÐ2LS05 - Líkamsþjálfun - Spuni

Líkamsþjálfun og spuni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Áfanginn miðar að því að þjálfa nemendur í spuna, tjáningu og samsettum aðferðum (devised theatre) innan sviðslista. Áfram er unnið með grunnþætti heilbrigðrar raddbeitingar og hljóðmótun þroskuð enn frekar. Röddin er rannsökuð eftir óhefðbundnum leiðum í gegnum texta og tónlist. Raddspuni er kynntur til sögunnar og röddin notuð í ýmiskonar hljóðagerð. Vinnuaðferðir spunans byggja á því að gera tilraunir með verkefni, leita að möguleikum og finna lausnir, verða meðvituð um, velja og semja. Í dansi og hreyfingu er leitað að persónulegum tjáningarleiðum og þær víkkaðar út með meðvitund og þjálfun.

Þekkingarviðmið

 • Starfi leikhúslistamannsins í sem víðustum skilningi,
 • útfærslu 15-30 mínútna sviðsetningar út frá hugmynd/hlut/hljóði/mynd/skúlptúr o.s.frv.,
 • verklagi leikhúslistamannsins í flötum strúktúr og þremur mikilvægu þáttum spunans þ.e. að horfa, herma og skapa,
 • eðli og mikilvægi rýmis- hópæfinga og hlustunar í hópsenum,
 • þeim ólíku leiðum sem hægt er að fara við túlkun texta á sviði,
 • notkun raddarinnar til túlkunar án texta á sviði.

Leikniviðmið

 • Tjá sig á fagmáli um samsettar aðferðir innan sviðslista,
 • setja í samhengi og beita þeim ólíku þáttum sem mynda samsett verk,
 • velja með sér hóp til að vinna samsett verk,
 • gera tilraunir og prófa möguleika líkamans og þróa áfram í spuna,
 • beita röddinni markvisst og með öguðum hætti í vinnu með texta, tóna og hljóð,
 • gera tilraunir með eigin rödd og spinna með henni, frjálst, óhindrað og í flæði gegnum texta, tóna og hljóð,
 • geta búið til áhrifaríka og dýnamíska raddhljóðmynd.

Hæfnisviðmið

 • Leita að tjáningarformum úr frá mismunandi hugmyndum, t.d. úr náttúrunni, eldhúsinu o.s.frv. og vinna með þær í gegnum spuna,
 • setja saman 15-30 mínútna sviðsetningu út frá t.d. hugmynd/hlut/hljóði/mynd/skúlptúr,
 • setja saman etíður (stuttar sýningar) sem byggja á fundnu efni, ásamt því að geta nýtt sér mismunandi aðferðir við sviðsetningu með flytjandann sem miðpunkt,
 • vinna í hóp að sameiginlegri listrænu verkefni eða sýningu,
 • vera jafnvígur á samsetningu, framkomu í verkum og útlit verkefnanna,
 • tjá sig um innihald bundins og óbundins texta og þá möguleika sem hann gefur til túlkunar,
 • tjá sig um upplifun sína af leik, dans og- radd-/textaraddspuna, bæði sínum eigin og annarra.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?