TIMB2VS16(AV) - Timburhús
Gólf– og veggjagrindur, einangrun, klæðningar, rakavarnarlag, sperrur
			Einingafjöldi: 16
Þrep: 2
Forkröfur: TRÉS2NT04 og TRÉS2PH10
	Þrep: 2
Forkröfur: TRÉS2NT04 og TRÉS2PH10
		Í áfanganum lærir nemandinn um smíði staðbyggðra timburhúsa með áherslu á undirstöður, burðarvirki,  klæðningu, einangrun, uppsetningu glugga og hurða, auk almenns frágangs. Nemandinn lærir um útfærslu einstakra byggingarhluta, efnisval, staðsetningu á stoðum, bitum og sperrum ásamt öryggis- og gæðamálum. Áfanginn er að mestu leyti verklegur þar sem nemendinn fær þjálfun í almennum verkþáttum húsasmíða eins og meðferð áhalda og tækja, notkun smíðisfestinga og yfirborðsmeðferð. Áfanginn er á námsbraut í húsasmíði og lögð er áhersla á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.	
			Þekkingarviðmið
- burðarvirki timburhúsa
 - einangrun og mikilvægi vandaðs frágangs á henni
 - ísetningu og frágangi glugga og hurða
 - tilgangi, uppsetningu og frágangi á utanhússklæðningum á veggi og þök
 - öryggismálum á byggingavinnustað
 
Leikniviðmið
- nota og vinna með öryggisbúnað
 - velja verkfæri við hæfi og vinna með þau
 - smíða burðarvirki timburhúsa
 - vinna eftir teikningum
 - nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
 - setja glugga og hurðir í veggi
 - klæða timburvirki
 
Hæfnisviðmið
- smíða timburhús eftir teikningum og verklýsingum
 - leysa af hendi fjölbreytt verkefni á byggingavinnustað