Fara í efni

LISK1MS01 - Listir og sköpun með áherslu á eigin sköpunarkraft

myndlist, skapandi star, textíll

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er nemendum kynnt fjölbreytt viðfangsefni og aðferðir sem notaðar eru við myndlist, textíl og skapandi starf. Unnið er að skapandi verkefnum sem nemandi getur nýtt sér til dægradvalar í framtíðinni. Áhersla er lögð á að vinna með upplifun og sköpunarkraft nemenda. Lögð er áhersla á skapandi hugsun með samræðum við nemendur um þeirra eigin verk og verk annarra.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi efnum og aðferðum sem er hægt að nýta við sköpun

Leikniviðmið

  • auka úthald sitt og sjálfstraust við sjálfstæða vinnu

Hæfnisviðmið

  • þroska hæfni sína til að leita sér upplýsinga, aðstoðar, og hugmynda um frístundavinnu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?