Fara í efni

BVÝB4BB02(AV) - Ýmis búnaður og kerfi

Búnaður bifreiða

Einingafjöldi: 2
Þrep: 4
Forkröfur: BVÝB2BB03
Farið yfir öryggisbúnað, m.a. loftpúða og beltastrekkjara og þægindabúnað í ökutækjum sem jafnframt er staðalbúnaður. Búnaðurinn skoðaður í ökutækjum með tilvísun í upplýsingar framleiðenda. Nemendur velja sér búnað sem þeir gera sérstaka grein fyrir í verkefni. Áhersla á snyrtilega umgengni um ökutæki sem eru til viðgerðar og hvaða afleiðingar yfirsjónir viðgerðamanna geta haft á þeirra eigin öryggi í vinnu við öryggisbúnað, akstursöryggi og viðgerðakostnað. Sérstök áhersla er lögð á hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, ss púða í stýri, mælaborði og í hliðum farþegarýmis og öryggisbeltum. Áherslur í námsefni breytast eftir því hvort nemendahópurinn er bifvélavirkjar eða bifreiðasmiðir.

Þekkingarviðmið

  • kröfum um öryggisbúnað í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  • hættum sem stafa af rangri umgengni um öryggisbúnað
  • virkni þægindabúnaðar í nýjum bifreiðum

Leikniviðmið

  • skoða og prófa öryggisbúnað
  • gera við öryggisbúnað innan þeirra marka sem framleiðendur ætla almennum viðgerðamönnum

Hæfnisviðmið

  • lýsa virkni eftirtalins búnaðar: þægindabúnaðar, höggvörum, öryggisbeltum, loftpúðum, barnastólum, samlæsingum, rafknúnum rúðuvindum, þjófafælum, rafhituðum rúðum og útispeglum, rafstilltum útispeglum, mælum og gaumljósum, mælaborðslýsingu, innilýsingu, ræsihindrun í sjálfskiptingu og öðrum ræsihindrunum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?