Fara í efni

ÍSLE3FS05 - Skapandi skrif

lestur fagurbókmennta, skapandi skrif, túlkunarmöguleikar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Í þessum áfanga verður fjallað um ýmsar tegundir fagurbókmennta og birtingarform þeirra. Nemendur vinna fjölbreytt og skapandi verkefni í tengslum við eigin verk og annarra sem fela t.d. í sér ýmis konar umskrifun, túlkun og framsetningu. Nemendur afla sér heimilda um ýmislegt sem tengist viðfangsefni áfangans og almennri bókmenntafræði. Nemendur þreifa sig áfram með eigin texta af ýmsu tagi og skyggnast með þeim hætti inn í heim rithöfunda og skálda. Þeir spreyta sig jafnframt á því að skrifa stór og smá bókmenntaverk á ýmsu formi, bæði að eigin vali og í samráði við kennara. Áhersla er á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, öðlist víðsýni og beiti gagnrýnni hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.

Þekkingarviðmið

 • mismunandi tegundum fagurbókmennta og helstu stefnum í íslenskum bókmenntum
 • öllum helstu bókmenntahugtökum og stílbrögðum sem notuð eru við bókmenntagreiningu
 • orðaforða sem nægir til að lesa og vinna með helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
 • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti
 • heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu og gildi mismunandi heimilda

Leikniviðmið

 • lesa algengustu tegundir bókmenntatexta
 • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
 • skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn í bókmenntum
 • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
 • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum

Hæfnisviðmið

 • skilja, greina og tengja bókmenntatexta við ríkjandi stefnur í listum á hverjum tíma
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta, á vönduðu og blæbrigðaríku máli
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
 • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
 • átta sig á samfélagslegum og bókmenntasögulegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
 • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
 • nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við úrvinnslu og skil á verkefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?