Fara í efni

RRVV2RS05 - Rafvélar 1

rafvélar, ræsibúnaður, spennar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í þessum áfanga er fjallað rafvélar þ.e. rafala, mótora og spenna bæði jafnstraums-, einfasa- og þriggjafasa riðstraums. Tengdar eru ýmsar rafvélar og gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarrit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra. Farið er í ræsingar og hraðastýringar rafhreyfla. Tengdir eru mjúkræsar og tíðnibreytar.

Þekkingarviðmið

  • virkni ýmissa rafala-, mótora og spenna
  • virkni mjúkræsa og tíðnibreyta
  • tengingum og mælingum á þessum búnaði

Leikniviðmið

  • tengja ýmisskonar rafvélar við mismunandi ræsibúnað og neysluveitur
  • tengja þriggjafasa rafmótora við hraðastýringar og mjúkræsa
  • framkvæma mælingar á þessum búnaði

Hæfnisviðmið

  • leiðbeina um val á ýmsum rafvélum í mismunandi neysluveitum og annast uppsetningu þeirra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?